Grindvíkingar hefja leik í Útsvari
Agnar Steinarsson hefur lagt skóna á hilluna
Spurningaþátturinn Útsvar hefst á RÚV hefst annað kvöld, föstudag, en er það lið Grindavíkur sem ríður á vaðið þegar það mætir liði Hafnarfjarðar. Útsvarskempan Agnar Steinarsson hefur lagt keppnisskóna á hilluna eftir fjögur löng og ströng ár en í hans stað kemur inn í liðið önnur spurninakeppniskempa, Sigurður Jónsson, verkstjóri hjá Vísi og fróðleiksbrunnur mikill.
Meðfylgjandi mynd náðist af liðinu á æfingu. Liðið skipa, talið frá vinstri: Siggeir F. Ævarsson, Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Sigurður Jónsson. Grindavík.is greinir frá.