Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grindvíkingar gera það gott í Músíktilraunum
Miðvikudagur 13. apríl 2016 kl. 13:10

Grindvíkingar gera það gott í Músíktilraunum

Urður og Guðjón meðal vinningshafa

Tveir ungir og efnilegir Grindvíkingar áttu góðu gengi að fagna á nýafstöðnum Músíktilraunum. Urður Bergsdóttir, sem er dóttir leikarans landskunna Bergs Ingólfssonar úr Grindavík, hafnaði ásamt hljómsveit sinni Hórmónar í fyrsta sæti. Í öðru sæti var sólóverkefni Helga Jónssonar en Grindvíkingurinn Guðjón Sveinsson er í þeirri hljómsveit. Vefsíðan Grindavík.net greinir frá þessu.

Alls tóku 40 hljómsveitir þátt í Músíktilraunum í ár en úrslitin fóru fram í  Norðurljósasal Hörpu. Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga, undanúrslit 2016 eru 2.-5. apríl í Norðurljósum, Hörpu og úrslit eru 9.apríl á sama stað. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þáttöku með því að senda inn umsókn á netinu og greiða þátttökugjald. Undankvöld fara svo fram (4 kvöld) þar sem um 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara venjulega í úrslit; fyrstu 3 sveitirnar hljóta síðan glæsileg verðlaun af ýmsum toga. Einnig eru efnilegustu / bestu hljóðfæraleikararnir valdir og vinsælasta hljómsveit meðal áhorfenda /hlustenda kosin með símakosningu. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt á Rás 2, auk þess sem að RÚV hefur tekið það upp og sýnt síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024