Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavíkurskóli tæmdist á þremur mínútum
Fimmtudagur 15. nóvember 2012 kl. 08:38

Grindavíkurskóli tæmdist á þremur mínútum

Rýmingaæfing var haldin í Grunnskóla Grindavíkur í gær og gekk hún að óskum að sögn viðstaddra. Eftir að viðvörunarkerfi fór í gang vegna bruna tók rétt rúmar þrjár mínútur að rýma skólann þar sem eru á sjötta hundrað starfsmenn og nemendur og var slökkviliðið komið um svipað leyti og síðustu nemendur gengu úr húsi.

Nemendur og kennarar gengu rösklega til verks og fóru skipulega út að sparkvellinum við skólann á meðan slökkviliðið fór um skólann. Fór æfingin mjög vel fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Ásmundar Jónssonar slökkviliðsstjóra er nú unnið að skipulagi rýmingaráætlunar fyrir allar stofnanir Grindavíkurbæjar en ábendingar komu um slíkt á starfsmannadegi bæjarins fyrir skömmu. Var æfingin í grunnskólanum í gær hluti af þessu nýja skipulagi sem nánar verður kynnt í næstu Járngerði.

Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Grindavíkur.