Grindavíkurkvöld bókasafnsins í kvöld
Grindavíkurkvöld bókasafnsins í Grindavík verður haldið í kvöld kl. 20:00 í Gjánni í íþróttmiðstöðinni. Í boði verður tónlist, upplestur og gamanmál eins og Grindvíkingum einum er lagið. Á meðal þeirra sem koma fram eru:
· Vísiskórinn
· Agnar Steinarsson
· Pálmar Örn Guðmundsson
· Arney Sigurbjörnsdóttir
· Feðginin Dagbjartur og Guðrún Lilja
· Tómas rafvirki og Guðjón Sveinsson
· Sigurður Þ. Ingvason.
Kynnir: Andrea Ævarsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins. Ókeypis aðgangur. Grindvíkingar hvattir til að mæta.