Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavíkurkrakkar skrautlegir á þrettándagleði
Laugardagur 9. janúar 2010 kl. 11:26

Grindavíkurkrakkar skrautlegir á þrettándagleði

Grindvískir krakkar klæddu sig upp í ýmsa skrautlega búninga á þrettándagleðinni og gengu í hús að sníkja sælgæti eins og venja er í Grindavík á þessum degi. Sum þeirra sungu þar sem þau bönkuðu upp á og virtist Gamli nói vera efstur á vinsældarlistanum. Sjá fleiri myndir á grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrr um daginn var haldin búningakeppni og þar mátti sjá marga flotta búninga. Smellið hér til að sjá fleiri myndir.

Keppendum var skipt í tvo flokka, yngri og eldri. Í leikskólaflokknum var það Viktor Hjálmarsson sem bar sigur úr bítum og í grunnskóladeildinni (1.-4. bekk) fékk Símon Logi Thasaphong verðlaun fyrir flottasta búninginn. Báðir voru þeir vélmenni! Þá voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta búninginn og þau komu í hlut Ólafíu Hrannar Michaelsdóttur sem var þessi líka fíni sturtuklefi!