Grindavíkurkrakkar leika í kvikmynd
Fimmtudaginn 9. mars fóru fram kvikmyndatökur í Bláa lóninu á vegum TrueNorth. Nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt sem aukaleikarar og fengu að kynnast því hvernig svona vinna færi fram. Hluti af hópnum er að læra kvikmyndatöku og klippingu í skólanum og notast við iMovie í klippingu og Panasonic tökuvélar.
Myndin gengur undir heitinu „Nothing but ghosts“ og er samstarfsverkefni Þjóðverja og Íslendinga. Tökur á myndinni hafa farið fram m.a. við Gullfoss og Geysir, Reykjavík, Bláa lóninu, Leifsstöð og víðar. Meðal íslenskra leikara í myndinni má nefna Sólveigu Arnardóttur.
Myndin gengur undir heitinu „Nothing but ghosts“ og er samstarfsverkefni Þjóðverja og Íslendinga. Tökur á myndinni hafa farið fram m.a. við Gullfoss og Geysir, Reykjavík, Bláa lóninu, Leifsstöð og víðar. Meðal íslenskra leikara í myndinni má nefna Sólveigu Arnardóttur.