Grindavíkurkirkja: Tónleikar í kvöld
Tónleikar verða í Grindavíkurkirkju í kvöld. Þar koma fram barítónsöngvarinn Tómas Tómasson og sópransöngkonan Ljúbov Stuchevskaya, en meðleikari þeirra er Kurt Kopetsky píanóleikari sem jafnframt er hljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar.Á tónleikunum, sem eru hluti af tónelikaröð Grindavíkurkirkju, flytja þau sönglög eftir Francesco Tosti og Rachmaninoff, aríur og dúetta eftir Giuseppe Verdi og Tchaikovsky. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðaverð er 1000 kr.





