Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavíkurkirkja: Tónleikar í kvöld
Mánudagur 3. mars 2008 kl. 13:48

Grindavíkurkirkja: Tónleikar í kvöld

Tónleikar verða í Grindavíkurkirkju í kvöld. Þar koma fram barítónsöngvarinn Tómas Tómasson og sópransöngkonan Ljúbov Stuchevskaya, en meðleikari þeirra er Kurt Kopetsky píanóleikari sem jafnframt er hljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar.

Á tónleikunum, sem eru hluti af tónelikaröð Grindavíkurkirkju, flytja þau sönglög eftir Francesco Tosti og Rachmaninoff, aríur og dúetta eftir Giuseppe Verdi og Tchaikovsky. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðaverð er 1000 kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024