Grindavíkurbær hafði betur í Útsvari
Lið Grindavíkurbæjar hafði betur gegn liði Hafnarfjarðar í spurningakeppninni Útsvari á RÚV sl. föstudagskvöld. Lið Grindvíkinga fékk 72 stig en Hafnfirðingar 52. Þátturinn var sá fimmti í röðinni.
Áður hafa lið Ísafjarðarbæjar, Hornafjarðar, Garðabæjar og Snæfellsbæjar komist áfram í keppninni. Á föstudag eigast við lið Fjallabyggðar og Akraness.