Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Grindavíkurbær gerir hreyfisamninga við starfsfólk
  • Grindavíkurbær gerir hreyfisamninga við starfsfólk
    Þorsteinn Gunnarsson Grindvíkingur er duglegur að hreyfa sig.
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 08:40

Grindavíkurbær gerir hreyfisamninga við starfsfólk

Liður í því að bæta umhverfis- og samgöngumál fyrir íbúa

Grindavíkurbæjar mun bjóða 45 starfsmönnum sínum að skrifa undir sérstaka hreyfisamninga. Hreyfisamningur er formlegur samningur á milli vinnuveitenda og starfsmanna um að starfsmenn nýti vistvænar samgöngur eins og göngu eða hjólreiðar á leið til og frá vinnu og/eða til ferða á vegum vinnuveitanda. 

Hreyfisamningur er kr. 5.000 á mánuði, sem greiðist út mánaðarlega en verkefnið er tilraunaverkefni í sumar. Skila þarf inn hreyfidagbók til forstöðumanns í hverjum mánuði. Verkefnið hefur verið kynnt starfsfólki bæjarins og hefst skráning á morgun, þriðjudag, en frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá segir einnig í fréttinni að Í Grindavík séu kjöraðstæður fyrir starfsfólk að ganga eða hjóla til vinnu. Tiltölulega stutt sé á milli staða og ekki er miklum brekkum eða hæðum fyrir að fara. Mikið átak hefur verið unnið í gerð göngustíga, t.d. upp að Þorbirni, út í Þórkötlustaðahverfi og niður við höfn. Þessir stígar nýtast hjólreiðafólki jafn vel og þeim sem ganga sér til heilsubótar. Einnig hefur verið gert átak í því að auka öryggi í umferðinni og sérstaklega í kringum skólastofnanir og íþróttamannvirki. Allt er þetta liður í því að bæta umhverfis- og eða samgöngumál fyrir íbúa Grindavíkur.