Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavík: Margt spennandi framundan í ferðamálum
Þriðjudagur 17. apríl 2007 kl. 12:05

Grindavík: Margt spennandi framundan í ferðamálum

Grindavíkurbær og Saltfisksetrið gáfu á dögunum út viðburðadagskrá þar sem drepið er á því helsta sem framundan er næstu mánuði í ferða- og menningarmálum. Þar ber einna hæst fjölskyldu- og sjómannahátíðina Sjóarann síkáta sem í ár verður veglegri en nokkru sinni fyrr í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta sjómannahátíðin var haldin í Grindavík. Sjóarinn síkáti fer fram fyrstu helgina í júní.

Í Grindavík er margt að gerast ferða- og menningarmálum. Hópur manna í ferðaþjónustu vinnur að stóru og spennandi verkefni sem snýr að afþreyingu og upplifun en það mun skýrast og verða gert opinbert á næstu vikum ef ákveðið verður að ráðast í verkefnið.

Í viðburðardagskránni, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavík.is er m.a. að finna spennandi gönguferðir sem boðið veður upp á í sumar í nágrenni Grindavíkur. Bæði Ferðafélag Íslands og Útivist verða t.d. með gönguferðir í Brennisteinsfjöll og Krýsuvík þann 6. maí. Nánari upplýsingar um þessar ferðir er hægt að nálgast á heimasíðum ferðafélaganna. Um Verslunarmannahelgina verður boðið upp á 2ja daga áhugaverða göngu- og hellaskoðunarferð í Brennisteinsfjöll.

Á meðal þess sem framundan er á næstunni er menningar- og sögutengd gönguferð í tengslum við væntanlega uppsetningu á nýju söguskilti fyrir Þórkötlustaðahverfi. Gönguferðin tekur 1-2 tíma og verður farin laugardaginn 28.apríl.

 

Mynd: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson / Horft yfir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024