Grindavík mætir Reykjanesbæ í Útsvari
Grindavík hefur leik í Útsvari, spurningaþættinum á RÚV, næsta föstudag. Búið er að draga og verður sannkallaður nágrannaslagur því andstæðingar Grindvíkinga verða lið Reykjanesbæjar.
Á vef Grindavíkur kemur fram að keppendur Grindavíkurbæjar verða Daníel Pálmason, Agnar Steinarsson og Margrét Pálsdóttir sem stóðu sig með glæsibrag í fyrra og komust þá í 2. umferð.