Grindavík mætir Mosfellsbæ í Útsvari á föstudaginn
Grindavík mætir Mosfellsbæ í átta liða úrslitum Útsvars í Ríkissjónvarpinu næsta föstudagskvöld. Sigurliðið kemst í undanúrslitin. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta í sjónvarpssal, þeir sem hafa áhuga þurfa að mæta hálftíma fyrir útsendingu í Efstaleiti.
Agnar Steinarsson, Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir og Siggeir Fannar Ævarsson skipa lið Grindavíkur.