Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavík: Kveikt á jólatré bæjarins á laugardag
Miðvikudagur 3. desember 2008 kl. 09:21

Grindavík: Kveikt á jólatré bæjarins á laugardag



Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar nætkomandi laugardag kl. 15 en tréð sendur á lóð Landsbankans. Jólasveinar koma í heimsókn og sprella með börnum og fullorðnum.

Jólamarkaður verður í Kvennó frá kl. 14:00 – 18:00. Margs konar handverk verður til sölu ásamt öðrum varningi.  Einnig munu eldri borgarar úr félagsstarfinu í Víðihlíð sýna afrakstur vinnu sinnar í vetur.
Um kl. 16:00 mun stúlknakór Grindavíkurkirkju syngja jólalög og einnig mun kór leikskólabarna frá Laut og Króki syngja nokkur lög.

Kaffisala verður á vegum foreldrafélaga 3. og 4. flokks kvenna í knattspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg.