Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavík: Eyrún hlutskörpust í Stóru upplestrarkeppninni
Fimmtudagur 16. mars 2006 kl. 10:36

Grindavík: Eyrún hlutskörpust í Stóru upplestrarkeppninni

Nemendur 7. bekkja Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt í Stóru upplestararkeppninni 6. árið í röð og fór keppnin fram á sal skólans miðvikudag í síðustu viku. Tólf nemendur kepptu að þessu sinni til úrslita. Lesið var úr verkum Kristínar Steinsdóttur og Birgis S. Símonarsonar.

Í fyrsta sæti varð Eyrún Ö. Ottósdóttir

í öðru sæti varð Sara H .Helgadóttir

og í þriðja sæti varð Bjarni Þ. Hallfreðsson

Flutt voru tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grindavíkur, en þetta var glæsileg keppni í alla staði og aðstandendum og keppendum til sóma.

Af vef Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024