Grindavík áfram eftir spennandi rimmu
Grindvíkingar í undanúrslitum Útsvars
Lið Grindavíkurbæjar hafði nauman sigur eftir æsispennandi viðureign á móti Mosfellsbæ í átta liða úrslitum spurningakeppninnar Útsvar á föstudag. Grindavíkurbær hlaut 87 stig en Kópavogur 82 stig og réðust úrslitin undir blálokin.
Jafnt var framan af en Grindvíkingar sigu fram úr á síðustu spurningu sinni, og sigraði með 5 stiga mun. Þá er orðið ljóst hverjir mæta í undanúrslit þetta árið, einnig var dregið í lok þáttar og raðaðist það þannig að Reykjavík mætir Fljótsdalshéraði næstkomandi miðvikudag og Akranes mætir Grindavíkurbæ 25. apríl.