Grindavík á Íslensku sjávarútvegssyningunni
Kynningarmyndband var gert af því tilefni.
Íslenska sjávarúvegssýningin hefst í dag í Kópavogi og stendur til laugardags. Þar verður glæsilegur Grindavíkurbás en Grindavíkurhöfn og þjónustufyrirtæki í bænum verða með sameiginlegan bás. Á básnum verður meðal sýnt kynningarmyndband um grindvísku fyrirtæki á sýningunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Í bæklingnum segir að í Grindavík snúist lífið um sjávarútveg og gestir eru hvettir til að koma á básinn til að kynna sér framsækna hafnarstarfsemi og þjónustu við fiskiskip í fremstu röð. „Kynntu þér þau fjölmörgu og kraftmiklu fyrirtæki hér í Grindavík sem þjónusta sjávarútveginn og hafa blómstrað og dafnað undanfarin ár, s.s. veiðfæragerðir og þjónustur, vélsmiðjur, rafverktakar, löndunarþjónustur, fiskmarkaðir og beitusölufyrirtæki. Hér eru nýsköpunarfyrirtæki sem eru í fararbroddi á sínu sviði, t.d. í þróun og framleiðslu á lausnum og búnaði til vinnslu skelfiskafurða. Öflug flutningaþjónusta er til staðar í Grindavík sem þjónustar sjávarútveginn landshorna á milli. Hér starfar einnig Fisktækniskólinn sem hefur að markmiði að auka þekkingu og sérhæfingu í greininni.“
Nánari dagskrá á Grindavíkurbásnum á Sjávarúvegssýningunni er að finna hér.