Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grímuklæddir listamenn snæddu með bæjarstjóra
Fimmtudagur 25. júlí 2013 kl. 08:51

Grímuklæddir listamenn snæddu með bæjarstjóra

Listaverk á vatnstanki afhjúpað á Ljósanótt

Listamenn frá Hollandi, Ástralíu og Íslandi vinna nú að listaverki á gömlum vatnstanki við Vatnsholtið í Reykjanesbæ, en síðar bætast í hópinn listafólk frá Kanada og Rúmeníu. Allir listamennirnir hafa nú þegar sent sínar skissur til leiðtoga Toyista hópsins, eins og þau kalla sig, og munu skissurnar verða að listaverki sem mun þekja allan 400 fermetra vatnstankinn.

Listamennirnir vinna undir segldúki allan tímann þar sem verkið á ekki að sjást fyrr en það verður afhjúpað á Ljósanótt. Sérstök athöfn verður haldin föstudaginn 6. september kl.18:00 og þá munu listamennirnir afhjúpa verkið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðlimir Toyistahópsins snæddu hádegisverð úti í góða veðrinu í gær ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra, sem leit við í heimsókn og ræddi við hópinn. Listahópurinn heldur úti heimasíðunni toyism.com fyrir þá sem vilja kynna sér verk hópsins.