Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grilllyktin það besta við íslenskt sumar
Kristín Blöndal ásamt dóttur sinni.
Fimmtudagur 17. apríl 2014 kl. 16:00

Grilllyktin það besta við íslenskt sumar

Ætlar að skella sér til Hólmavíkur um páskana.

 

Kristín Blöndal, kennari við Njarðvíkurskóla, ætlar að skella sér til Hólmavíkur um páskana. Hún segir að eina páskaeggið sem gefi í ár fái einkadóttirin. „Sjálfri finnst mér Draumaegg frá Freyju best.“
 
Sumarið nálgast og Kristín telur að því miður verði það jafn slæmt veðurfarslega og síðasta sumar. Hún stefnir samt að því að ferðast innanlands með ættingjum og vinum. Það besta við íslenskt sumar segir hún vera gilllyktina. „Ég ætla að sóla mig ef það er sól með ískaldan hressingarvökva við hönd og horfa á England verða heimsmeistara í knattspyrnu á HM. Veturinn er búinn að vera skítsæmilegur, en verður frábær ef Liverpool vinnur Premier League.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024