Grillað fyrir gesti og gangandi í Sandgerði
Ljósmyndarar Víkurfrétta hafa verið á ferðinni í allan dag með myndavélar á sjómannahátíðum á Suðurnesjum. Myndasyrpur verða settar inn á vef Víkurfrétta á morgun, mánudag. Fyrir þá sem hafa verið á ferðinni í allan dag og vita ekki hvernig á að verja kvöldmatartímanum þá er rétt að benda á það að nú kl. 18:00 hófst grillveisla á Vitatorgi í Sandgerði þar sem bæjarstjórn grillar fyrir gesti. Trúbadorinn Mummi Hermanns (Guðmundur Hermannsson) leikur einnig fjörug lög.Þá verður verðlaunaafhending fyrir koddaslag og flekadrátt. Um að gera að skella sér í grill í Sandgerði og skoða síðan myndir sjómannadagsins hér vef Víkurfrétta á morgun.