Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grillað á Hrafnistuheimilunum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 10:26

Grillað á Hrafnistuheimilunum

Hrafnistuheimilin í Reykjanesbæ, Nesvellir og Hlévangur, héldu nýlega sín árlegu sumargrill og var vel mætt á báðum stöðum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Vel var mætt í báðar veislurnar og var raunar metþátttaka á Nesvöllum þangað sem um 130 manns mættu.

Að þessu sinni annaðist Múlakaffi matseldina á báðum stöðum og grilluðu matsveinarnir bæði lamb og kjúkling.

Tvíeykið og trúbadorarnir Hjörleifur Már Jóhannsson og Eiður Örn Eyjólfsson sáu um tónlistaratriðin og skapaðist mikil stemning í veislunum sem tókust vel í alla staði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grillveislur á Hrafnistuheimilum í Reykjanesbæ