Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grill og Disneymyndir í bústaðnum
Laugardagur 3. ágúst 2013 kl. 10:06

Grill og Disneymyndir í bústaðnum

Verslunarmannahelgin hjá Gunnari Herði Garðarssyni

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Gunnar Hörður Gunnarsson er 25 ára stjórnmálafræðinemi úr Garðinum sem vinnur sem sölumaður hjá 66°Norður en einnig starfar hann við framleiðslu á Mótorsportþættinum sem sýndur er á Rúv.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Í ár verður svo sannarlega brugðið út frá hefðinni en vanalega hef ég verið að vinna yfir alla helgina og á mánudeginum líka. Núna verður laugardagurinn látinn duga í vinnu og eftir það stefnt á tvo daga af grilli, blundum og gömlum Disneymyndum uppi í bústað. Kannski smá bjór til að friða samviskuna.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Árið sem við reyndum að vera í tjaldi á Þjóðhátíð í Eyjum hefur vinninginn yfir þær helgar sem ég var að vinna um verslunarmannahelgi. Tjaldið míglak og allt rennblotnaði, spáin versnaði og þynnkan líka. Við stungum því af á sunnudagsmorgninum eftir aðeins tvo daga í eyjunni góðu. Þá var brunað í bæinn í bíó og mönshað á mögulega besta nachos sem ég hef smakkað. Aldrei vanmeta nachos.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Hafandi verið vinnandi flestar verslunarmannahelgar í seinni tíð þá væri hræsni að segja að ég teldi djamm vera ómissandi þátt í hátíðinni. Vil þó eindregið mæla gegn því að fólk vinni þessa helgi enda er það gífurlega mannskemmandi. Eiginlega nauðsynlegt að elta mannmergðina á eitthvað af þeim fjölmörgu hátíðum sem bjóðast en þessi helgi á að einkennast af góðum félagsskap fyrst og fremst.