Griðarstaður fyrir bókaorma
88 Húsið hefur nýlega tekið í notkun lesaðstöðu fyrir námsmenn en búið er að koma upp góðri aðstöðu í kjallara hússins. Þar geta stúdentar komið og lært frá klukkan 15-23:30 alla virka daga. Svo er hægt að taka sér hvíld frá lestri og skella sér í billjard.
Það er um að gera að æfa sig en Billjardmót 88 Hússins verður haldið á fimmtudaginn. Glæsilegir vinningar eru í boði og fá þeir sem lenda í fyrstu þremur sætunum verðlaunapening.
VF-mynd úr safni