Gríðarleg fjölgun erlendra gesta á ATP
Nánast öll gisting bókuð
Mun fleiri erlendir gestir hafa boðað komu sína á ATP tónlistarhátíðina en gerðu í fyrra. Um 200 erlendir gestir mættu á hátíðina, sem haldin er á Ásbrú í fyrra en nú, þegar er gert ráð fyrir 1.100 gestum erlendis frá.
Þá daga sem hátíðin fer fram, 10.-12. júlí er nánast öll gisting á Ásbrú og í Reykjanesbæ uppbókuð. Tómas Young skipuleggjandi hátíðarinnar greinir frá þessu í samtali við Vísi í gær. Hátíðin er rótgróin og vinsæl enda haldin víða um heim. Stærstu nöfn hátíðarnar í ár eru hljómsveitirnar Portishead og Interpol.