Grettir frumsýndur í gærkveldi
Leikfélag Keflavíkur, í samvinnu við Leikfelag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, frumsýndi söngleikinn Gretti eftir þá Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarinn Eldjárn í gær. Uppselt var á sýninguna og tókst hún mjög vel í alla staði. Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar í frumsýningarpartýinu eftir sýninguna. Egill Ólafsson og kona hans Tinna Gunnlaugsdóttir voru viðstödd frumsýninguna í gær.