Grétar og körfuboltakappinn Larry Bird björguðu Reykjanesbæ
Lið Reykjanesbæjar fór með sigur af hólmi í bráttu gegn liði Fjarðabyggðar í Útsvari í Sjónvarpinu í gærkvöld. Leikar fóru 75-61.
Reykjanesbær byrjaði af krafti í fyrstu spurningunum en síðan náði Fjarðarbyggð yfirhöndinni og hélt forystu nær allan tímann eftir frábæra frammistöðu í leikþættinum. Reykjanesbæingar tóku fimmtán stiga spurningu í blálokin sem andstæðingum tókst ekki að svara fyrir og stálu þannig sigrinum.
Keppnin í kvöld var hin næstsíðasta í sextán liða úrslitum Útsvars. Það setti svip sinn á andrúmsloftið að Sigmar Guðmundsson fékk óstöðvandi hláturskast og tókst ekki að stilla sig fyrr en eftir langa mæðu.
Grétar Þór Sigurðsson átti svarið (Larry Bird körfuboltamaður - Twitter) við skemmtilegri 15 stiga spurningu í lokin og var einnig öflugur í upphafi en liðið er skemmtileg blanda með en auk Grétars er reynslukappinn Baldur Guðmundsson og „nýliðinn“ Guðrún Ösp Theodórsdóttir.
Grétar tryggði Reykjanesbæ sigur með réttu svari við 15 stiga spurningu í blálokin.