Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grétar Mar aftur á sjóinn
Föstudagur 2. október 2009 kl. 10:09

Grétar Mar aftur á sjóinn


Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, er kominn á sjóinn á nýjan leik. Hann var sem kunnungt er á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn í eitt kjörtímabil. Flokkurinn fékk slæma útreið í síðustu kosninum og missti þingmenn sína, sem urðu því að leita annarra verkefna. Gretar Mar tók sér m.a. fyrir hendur útvarpsmennsku.

Grétar er sem kunnugt er gamalreyndur og farsæll skipstjóri til margra ára. Hann hefur nú keypt 30 tonna smábát og ætlar að gera út frá Suðurnesjum, líklega með heimahöfn í sínum gamla heimbæ, Sandgerði. DV greinir frá þessu og segist Grétar í samtali við blaðið treysta á frjálsar handfæraveiðar og grásleppuveiðar. Einnig gæti hann líka hugsað sér að skjóta hrefnur.
--


VFmynd/elg - Grétar Mar fer úr frakkanum í sjógallann

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024