Grét úr gleði þegar kveikt var á blysunum í brekkunni
Kristjana Margrét Snorradóttir er 21 árs Garðbúi en er búsett í Sandgerði. Hún vinnur hjá Airport Associates og segir ómissandi að hafa eitt stykki Þórunni Helgu með í för um helgina.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég er að fara með stóra vinkonuhópnum mínum á Þjóðhátíð í Eyjum.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það sem einkennir góða verslunarmannahelgi að mínu mati er að vera með rétta fólkinu og að hafa gaman! Það sem er ómissandi er söngur, sprell, eitt stykki Þórunn Helga með í för og að sjálfsögðu Eyjar.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það hefur verið hver af öðrum skemmtilegri en ætli það sé ekki Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra þegar Hildur Dís systir ákvað að leggja sig í fanginu á Ínu frænku en dó í raun áfengisdauða og fékk aðstoð öryggisvarða úr dalnum. Svo líka þegar Sigurrós Eir vinkona mín grét úr gleði þegar það var kveikt á blysunum í brekkunni.