Mannlíf

Grenjað úr hlátri á frumsýningunni
Hópurinn vægast sagt sáttur í lok frumsýningar. VF-myndir: Sólborg
Laugardagur 9. mars 2019 kl. 16:36

Grenjað úr hlátri á frumsýningunni

-Revía LK frumsýnd í gærkvöldi

Revía Leikfélags Keflavíkur, Allir á Trúnó, var frumsýnd í Frumleikhúsinu í gærkvöldi. Uppselt var á sýninguna, sem þótti heppnast vel, og áhorfendur hlógu sig máttlausa í salnum. Revían tók púlsinn á því sem gerst hefur á Suðurnesjum síðustu misseri en inn á milli voru almennir grínsketsar.

Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir en hún hefur áralanga reynslu af leikstjórn ýmissa verka. Revían sjálf var svo samin af leikfélagsmeðlimum sem allir hafa reynslu af skrifum. Pólitíukusar, menningarmál, fjölmenning, kísilver, Ljósanótt og svo mætti lengi telja eru meðal þess sem viðrað er í þessu verki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Upplýsingar um næstu sýningar og bókun miða má finna á heimasíðu Leikfélags Keflavíkur.