Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Greifarnir í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 19. nóvember 2009 kl. 09:41

Greifarnir í Reykjanesbæ

Það eru um það bil 10 ár síðan Greifarnir spiluðu síðast í Reykjanesbæ. Greifarnir sem fylltu Stapann aftur og aftur hér fyrr á árum munu spila á Glóðinni næstkomandi föstudag. Greifarnir hafa vaknað til lífsins undanfarið og fengið frábærar viðkökur. Sveitin mun spila öll gömlu góðu lögin eins og "Útíhátíð","Frystikistulagið","Skiptir engu máli","Sumarnótt" og fleiri, og ekki má gleyma nýja laginu "Jóhannes". Það má telja alveg öruggt að stemmingin verður frábær eins og Greifarnir hafa alltaf verið og eru þekktir fyrir. Sveitin hefur aldrei verið í betra formi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024