Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grasaganga með Ásdísi Rögnu
Miðvikudagur 3. júlí 2013 kl. 07:00

Grasaganga með Ásdísi Rögnu

Næstkomandi fimmtudag er fyrirhuguð grasaganga þar sem Ásdís Ragna grasalæknir mun leiða okkur um heim lækningajurta í okkar nánasta umhverfi, hvernig á að tína þær og hvernig við getum nýtt okkur þær til að efla heilsu okkar. 
 
Fínt að hafa með í för skæri og ílát ef fólk vill tína jurtir í göngunni. 
Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda póst á [email protected] eða í s: 899-8069.
Grasagangan fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl 18-19 og kostar 1000 kr. Mæting fyrir utan Íþróttaakademíuna og þaðan verður sameinast í bíla og keyrt á tínslustað rétt fyrir utan bæjarmörk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024