Grannar gleðja Krýsuvík
Hugbúnaðarfyrirtækið Kögun hf, hefur haft það fyrir sið, nokkur undanfarin ár, að í staðinn fyrir að senda samstarfsaðilum sínum og velunnurum jólakort, hafa þeir styrkt eitthvert gott málefni og í ár ákváðu þeir að styðja Meðferðarheimilið í Krýsuvík.
Það var Grindavíkurdeild fyrirtækisins, sem lék jólasveina að þessu sinni og komu tveir fulltrúar þaðan færandi hendi til Krýsuvíkur og afhentu heimilinu styrk að upphæð fimm hundruð þúsund krónur. Þessi gjöf er afar kærkomin, þar sem fjármagn er mjög af skornum skammti. Meðferðarheimilið þakkar öllum er þarna áttu hlut að máli.
Meðfylgjandi mynd er tekin við þetta tækifæri, en hún sýnir fulltrúa Kögunar, þau Einar Jón Pálsson og Berglindi Bjarnadóttur afhenda Lovísu Christiansen, framkvæmdastjóra og Sigurlínu Davíðsdóttur, formanni Krýsuvíkursamtakanna, þessa góðu gjöf.