Grameðlur á vegi lögreglunnar

Þessar glæsilegu grameðlur urðu á vegi lögreglunnar í morgun „og við einfaldlega urðum að fá mynd með þeim. Lögreglustöðin er opin í dag sem aðra daga. Kíkið endilega við hjá okkur að Hringbraut 130. Við bíðum spennt eftir ykkar besta lagi,“ segir á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
 
Í flugstöðinni var hins vegar api sem stóð vaktina fyrir lögguna eins og sjá má.