Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

GRAL fær styrk úr Leiklistarsjóði ríkisins
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 09:10

GRAL fær styrk úr Leiklistarsjóði ríkisins


Grindvíska atvinnuleikhúsið fékk úthlutað rétt rúmum fjórum milljónum úr Leiklistarsjóði ríkisins en þetta var tilkynnt í gær. Styrkinn fær GRAL fyrir uppsetningu á verkinu Endalok alheimsins en unnið er að handritagerð. Aðeins Hafnarfjarðarleikhúsið og Vesturport fá hærri styrk úr sjóðnum. Styrkurinn er mikil viðurkenning til GRAL en Endalok alheimsins er þriðja leikritið sem GRAL setur upp.

Alls sóttu 73 aðilar um styrki til 95 verkefna auk sjö umsókna um samstarfssamninga. Á fjárlögum 2010 eru alls 64,9 millj.kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð eru 4,5 millj. kr. eyrnamerktar skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna og því ekki til úthlutunar. Samtals er úthlutað til einstakra verkefna 36.380 þús. kr. og samtals er úthlutað til samstarfssamninga 22.500 þús.kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024