Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

GRAL fær 2,5 milljónir
Föstudagur 17. október 2008 kl. 14:16

GRAL fær 2,5 milljónir



Bæjarráð Grindavíkur ætlar að styrkja Grindvíska atvinnuleikhúsið GRAL um kr. 2,5 milljónir vegna uppsetningar á leikritinu um sr. Odd V. Gíslason, 21 manns saknað. Jafnframt ætlar bæjarráð að ganga til samninga við leikhúsið um áframhaldandi samstarf.
Í fundargerð bæjarráðs þann 15.október sl. fagnar bæjarráð tilkomu hins Grindvíska atvinnuleikhúss og væntir mikils af leiklistarstörfum þeirra fyrir menningarlíf bæjarfélagsins. Tillagan var samþykkt með 2 atkvæðum, fulltrúi D lista sat hjá en bókaði jafnframt: „ ... finnst upphæðin fullhá miðað við það sem aðrar stofnanir og félög í Grindavík eru að fá til sín.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024