Grái Kötturinn - Nýr sýningasalur í Keflavík
Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur til húsa að Hafnargötu 18 í Keflavík. Salurinn er hugsaður til útleigu fyrir listamenn og aðra sem vilja koma verkum sínum á framfæri. Salnum fylgir stór útstillingargluggi og hægt er að fá hann leigðan til lengri eða skemmri tíma í senn. Allar upplýsingar veitir Magnús í síma: 696-5091.Sýning verður haldin á verkum Magnúsar Guðjónssonar og Gunnars Geirs í húsi Gráa Kattarins fram til áramóta. Þar er að finna verk eftir listamennina og verður ekki annað sagt en sú sýning sé mjög forvitnileg enda færir menn þar á ferð og eru allir listaunnendur hvattir til að kíkja við. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 14:00 - 18:00 alla daga nema sunnudaga.
Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn og eru það allt sérstæð verk. Listamaðurinn sækir m.a. fyrirmyndir í hrjóstrugt fjöruborð og gróður þess. Þá eru þarna verk sem túlka sýn listamannsins á mannlífið og margt fleira. Magnús sem er sjálfmenntaður, hefur m.a. sótt teikninámskeið hjá Einari Hákonarsyni. Þess má til gamans geta að Magnúsi var boðið að vera með í Vestnorrænni handverkssýningu í Laugardalshöll, dagana 20. - 24. nóvember, og þáði hann að sjálfsögðu það boð en þar er að finna handverk fólks frá ýmsum löndum.
Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lágmyndir frá ýmsum tímabilum á ferlinum. Gunnar hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna. Gunnar Geir var við nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, hjá Hringi Jóhannessyni ásamt því að sækja námskeið í Noregi 1978. Verk eftir kappann er m.a. að finna á Listasafni alþýðu og Listasafni Borganess.
Öll verkin á sýningunni eru til sölu.
Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn og eru það allt sérstæð verk. Listamaðurinn sækir m.a. fyrirmyndir í hrjóstrugt fjöruborð og gróður þess. Þá eru þarna verk sem túlka sýn listamannsins á mannlífið og margt fleira. Magnús sem er sjálfmenntaður, hefur m.a. sótt teikninámskeið hjá Einari Hákonarsyni. Þess má til gamans geta að Magnúsi var boðið að vera með í Vestnorrænni handverkssýningu í Laugardalshöll, dagana 20. - 24. nóvember, og þáði hann að sjálfsögðu það boð en þar er að finna handverk fólks frá ýmsum löndum.
Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lágmyndir frá ýmsum tímabilum á ferlinum. Gunnar hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna. Gunnar Geir var við nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, hjá Hringi Jóhannessyni ásamt því að sækja námskeið í Noregi 1978. Verk eftir kappann er m.a. að finna á Listasafni alþýðu og Listasafni Borganess.
Öll verkin á sýningunni eru til sölu.