Mannlíf

Grafík-vinnustofa í Höfnum
Föstudagur 16. nóvember 2018 kl. 10:26

Grafík-vinnustofa í Höfnum

Í september var haldin vatnslita-vinnustofa í Höfnum sem tókst mjög vel og nú bjóða listamennirnir úr Höfnunum, þau Valgerður Guðlaugsdóttir og Helgi Hjaltalín, til grafík-vinnustofu í Höfnum.
 
Vinnustofan verður staðsett í gamla skólahúsinu (safnaðarheimilinu) að Nesvegi 4 og hafa listamennirnir boðið kunningja sínum að taka þátt í að miðla þekkingu sinni á tækninni.
 
Grafík-vinnustofan verður haldin laugardaginn 17. nóvember 2018 og mun Leifur Ýmir Eyjólfsson vera gestalistamaður á henni. Unnið verður frá 13 00 – 18 00.
 
Leifur Ýmir Eyjólfsson hefur unnið í ýmis efni á ferli sínum sem listamaður. Hann hefur meðal annars unnið innsetningar þar sem grafíkin fær að njóta sín. Hann hefur unnið með grafíkmiðla eins og silkiprent, ætingu, viðar og linoleum skurðarprent. Hann hefur kennt grafík við Listaháskólann og er stjórnarmeðlimur í íslenska grafíkfélaginu.
 
Frír aðgangur og kaffiveitingar verða á staðnum.
 
Komið á einstakan stað og njótið þess að skapa í notalegu vinnuumhverfi hjá starfandi listamönnum.  Unnið verður án ramma og reynt verður að koma til móts við þarfir hvers og eins.
 
Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Public deli
Public deli