Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grænmeti í alla leikskóla: Kaupþing styður matjurtarækt
Miðvikudagur 23. maí 2007 kl. 16:33

Grænmeti í alla leikskóla: Kaupþing styður matjurtarækt

Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að þess að auka áhuga barna á grænmeti og grænmetisneyslu. Með þessu átaki er vonast til að börnin geri sér ekki einungis grein fyrir hvernig grænmeti verður til heldur þyki líka spennandi að borða grænmeti sem þau sjálf hafa ræktað. Haft var samband við alla leikskóla á landinu og þeim boðin tæki og tól sem nauðsynleg eru til að útbúa lítinn matjurtagarð. Undirtektir voru undantekningalítið mjög jákvæðar og nú er verið að ljúka við að færa leikskólunum það sem til þarf. Þorgrímur Þráinsson er sérlegur erindreki bankans í þessu verkefni. Haft var samstarf við Félag íslenskra leikskólastjóra og Samband íslenskra sveitarfélaga áður en ráðist var í framkvæmdina. Bankinn mun síðan leitast við að fylgjast með gróðursetningunni og flytja fréttir af gangi mála í görðum barnanna þegar fram líða stundir.  

Fréttatilkynning frá Kaupþing banka

 

Á myndinni sést Birgitta Hrund Káradóttir, þjónustufulltrúi Kaupþings, á leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024