Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grænlensk börn flytja dansverk við Bláa Lónið
Miðvikudagur 5. ágúst 2009 kl. 17:33

Grænlensk börn flytja dansverk við Bláa Lónið


Hópur barna frá Grænlandi heimsótti Bláa Lónið í dag, miðvikudaginn 5. ágúst,  og upplifði hópurinn sannkallaðan ævintýradag. Börnin fluttu þjóðlegan grænlenskan stríðsdans og dansverk með nútímalegu ívafi á bökkum Bláa Lónsins. Gestir baðstaðarins nutu þess að horfa á sýninguna í blíðviðrinu í dag. Að sýningu lokinni snæddi hópurinn hádegisverð á veitingastaðnum Lava og slakaði loks á í Bláa Lóninu. Börnin sem hafa verið ferðalagi undanfarnar sex vikur hafa dvalist í Danmörku og Svíþjóð.
Ferðin er skipulögð af Karen Littauer, kvikmyndagerðarkonu, en hún hefur vakið athygli fyrir störf sín í þágu barna sem búsett eru á austurhluta Grænlands og búa mörg hver við mjög kröpp kjör. Karen sagði að ferðin hefði ekki verið möguleg ef ekki hefði komið til stuðnings fjölmargra fyrirtækja og stofnana en auk Bláa Lónsins veittu eftirtalin íslensk fyrirtæki verkefninu stuðning: Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Icelandair. Norræni menningarsjóðurinn, danska dagblaðið Politiken og tískuvöruverslunin Hennes og Maurits eru styrktu ferðina auk margra annarra fyrirtækja og stofnana.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024