Grænir bestir í fótbolta
Grænir unnu fótboltamót hverfanna á Sjóaranum síkáta annað árið í röð. Hart var barist að þessu sinni í mótinu og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.
Í undanúrslitum mættust fyrst Appelsínugulir og Bláir og þar höfðu þeir fyrrnefndu betur nokkuð örugglega. Grænir skelltu svo Rauðum einnig nokkuð örugglega í hinni undanúrslitarimmunni.
Appelsínugulir og Rauðir mættust því í úrslitaleik og þar mættust stálin stinn og var ekkert gefið eftir og fannst víst sumum nóg um! Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Sú keppni var með nokkuð öðru sniði því skotið var af keilu. Þetta reyndist leikmönnum ansi erfitt og var aðeins eitt mark skoraði í átta vítaspyrnum og voru það Grænir sem fóru með sigur af hólmi. Fögnuðu þeir með tilþrifum líkt og gáfu atvinnumannaliðum ekkert eftir í þeim efnum. Þá vöktu búningar Grænna einnig athygli en þeir voru sérlega glæsilegir.