Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grænfáninn til Tjarnarsels í fjórða sinn
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 09:10

Grænfáninn til Tjarnarsels í fjórða sinn

Leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ fékk afhentan Grænfánann í 4. skipti við skemmtilega athöfn fyrir skömmu. Elstu börnin á Sunnuvöllum tóku á móti fánanum frá verkefnisstjóra Landverndar sem talaði til Tjarnarselsbarnanna. Þá höfðu þau skemmt henni með fallegum söng. Þegar nýi Grænfáninn okkar var dreginn að húni sungu allir saman Grænfánalagið.

Grænfáninn er viðurkenning Landverndar til þeirra skóla sem þykja hafa unnið vel og markvisst að umhverfismálum. Hann er veittur annað hvert ár og þarf leikskólinn að setja sér markmið á tveggja ára fresti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í ár fékk Tjarnarsel Grænfánann fyrir þróunarverkefnið; Áskorun og ævintýri en markmið þess er að umbylta og þróa náttúrulegt útileiksvæði með hliðsjón af nýrri Aðalnámskrá Menntamálaráðuneytisins og innleiða starfsaðferðir sem byggja á lýðræði, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.