Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grænfánahátíð á Króki
Þriðjudagur 5. febrúar 2008 kl. 14:50

Grænfánahátíð á Króki

Börnin á Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík tóku í morgun á móti Grænfánanum, sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir árangursríka fræðslu í umhverfismálum og náttúruvernd. Af því tilefni var haldin Grænfánahátíð í leikskólanum þennan dag sem einnig var 7 ára afmælisdagur hans.

Skólinn er búinn að gera umhverfisstefnu sem hefur það að markmiði að börn og starfsfólk læri að vernda og bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Lögð er áhersla á að bæta umhverfi skólans, flokka og nýta betur úrgang sem frá honum fer og minnka notkun á vatni og orku. Í leikskólanum er unnið með umhverfisþema, sem er frá maí til september ár hvert.

Á hátíðinni sungu börnin umhverfislag skólans og spiluðu á hljóðgjafa sem búnir voru til
úr efni sem fellur til í leikskólanum. Elstu börn skólans tóku síðan við Grænfánanum og aðstoðuðu Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra Grindavíkur, við að flagga honum.

Mynd: Elstu börn skólans tóku á móti Grænfánanum af Sigrúnu Helgadóttur, fulltrúa Landverndar. VF-mynd: elg.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024