Græna landið slær í gegn á Suðurnesjum!
Hið nýja leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Græna landið, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í Keflavík í Reykjanesbæ fyrir skömmu hefur nú verið sýnt níu sinnum við mikla aðsókn og hefur verið uppselt á flestar sýningarnar.
Næstu sýningar eru í kvöld (fimmtudag) og á sunnudagskvöldið. Ákveðið hefur verið að hafa aukasýningu föstudagskvöldið 28. nóvember og verður það allra síðasta sýning í Keflavík að sinni. Leikið er í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Miðasala er í miðasölu Þjóðleikhússins – sími 551 1200 - en miðar eru jafnframt seldir í Frumleikhúsinu klukkutíma fyrir sýningu.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu Þjóðleikhússins, sem leikhúsið sýnir jafn oft á sama stað utan Reykjavíkur í einni lotu í kjölfar frumsýningar. Aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og verða sýningarnar í Frumleikhúsinu alls tólf talsins. Einstaka sinnum hefur það gerst áður, að frumsýnt hefur verið utan Reykjavíkur en þá hefur aðeins verið um eina eða tvær sýningar að ræða á viðkomandi verki.
Græna landið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld en auk þeirra leikur Björn Thors í sýningunni. Tónlist semur Gunnar Þórðarson, leikmynd er í höndum Gretars Reynissonar og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Þetta er fallegt og áhrifamikið verk um hlutskipti þeirra sem glata minningunum löngu áður en lífið hverfur þeim. Sýningin hefur hlotið frábæra dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Eftir áramót er ráðgert að sýna leikritið á Litla sviði Þjóðleikhússins en einnig er stefnt að fleiri sýningum utan Reykjavíkur.
Næstu sýningar eru í kvöld (fimmtudag) og á sunnudagskvöldið. Ákveðið hefur verið að hafa aukasýningu föstudagskvöldið 28. nóvember og verður það allra síðasta sýning í Keflavík að sinni. Leikið er í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Miðasala er í miðasölu Þjóðleikhússins – sími 551 1200 - en miðar eru jafnframt seldir í Frumleikhúsinu klukkutíma fyrir sýningu.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu Þjóðleikhússins, sem leikhúsið sýnir jafn oft á sama stað utan Reykjavíkur í einni lotu í kjölfar frumsýningar. Aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og verða sýningarnar í Frumleikhúsinu alls tólf talsins. Einstaka sinnum hefur það gerst áður, að frumsýnt hefur verið utan Reykjavíkur en þá hefur aðeins verið um eina eða tvær sýningar að ræða á viðkomandi verki.
Græna landið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld en auk þeirra leikur Björn Thors í sýningunni. Tónlist semur Gunnar Þórðarson, leikmynd er í höndum Gretars Reynissonar og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Þetta er fallegt og áhrifamikið verk um hlutskipti þeirra sem glata minningunum löngu áður en lífið hverfur þeim. Sýningin hefur hlotið frábæra dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Eftir áramót er ráðgert að sýna leikritið á Litla sviði Þjóðleikhússins en einnig er stefnt að fleiri sýningum utan Reykjavíkur.