Götur með hlutverk
Byggðasafn Reykjanesbæjar bauð gestum Ljósanætur í sögugöngu undir heitinu, Götur með hlutverk. Rannveig Lilja Garðarsdóttir var með skemmtilega og vandaða leiðsögn um gömlu göturnar í Keflavík. Þátttaka var góð og meðal göngufólks mátti heyra sögur um bernskubrek Keflvíkinga sem börðust með sverðum í götubardögum . Gamlar minningar frá æskuárunum streymdu fram og vöktu gleði.
Í göngunni var m.a.afjúpuð endurgerð gamla brunnsins við Brunnstíg þaðan sem Keflvíkingar sóttu vatn til heimilisnotkunar í upphafi síðustu aldamóta þar til vatn var komið í öll hús um 1945.
Myndin er af Árna Sigfússyni og Rannveigu Lilju Garðarsdóttur skenkja fólki vatni úr brunninum við Brunnstíg.
Í göngunni var m.a.afjúpuð endurgerð gamla brunnsins við Brunnstíg þaðan sem Keflvíkingar sóttu vatn til heimilisnotkunar í upphafi síðustu aldamóta þar til vatn var komið í öll hús um 1945.
Myndin er af Árna Sigfússyni og Rannveigu Lilju Garðarsdóttur skenkja fólki vatni úr brunninum við Brunnstíg.