Götulist á Hafnargötunni
Þeir sem lögðu leið sína um Hafnargötuna í dag hafa örugglega ekki misst af Rúnari Jóhannessyni myndlistarmanni. Þar var spjátrungurinn að selja myndir á aðeins 500o krónur og leikandi listir fyrir gesti og gangandi. Sumarsólin gerði honum þó stundum erfitt fyrir þegar hann var að ,,jöggla” boltunum sínum af mikilli kunnáttu.
Þetta skemmtilega uppátæki listamannsins unga var sannarlega vel þegið af vegfarendum og er án efa til eftirbreytni. Vonandi munu fleiri götulistamenn fylgja fordæmi Rúnars og taka þátt í að skapa líflegan og fjörugan bæ.
Myndin: Rúnar Jóhannesson myndlistarmaður jogglar fyrir vegfarendur við Hafnargötuna í dag. VF-mynd/Jón Björn
Þetta skemmtilega uppátæki listamannsins unga var sannarlega vel þegið af vegfarendum og er án efa til eftirbreytni. Vonandi munu fleiri götulistamenn fylgja fordæmi Rúnars og taka þátt í að skapa líflegan og fjörugan bæ.
Myndin: Rúnar Jóhannesson myndlistarmaður jogglar fyrir vegfarendur við Hafnargötuna í dag. VF-mynd/Jón Björn