Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Götuhlaupið í fyrsta sinn á Sjóaranum síkáta
Fimmtudagur 28. maí 2015 kl. 11:31

Götuhlaupið í fyrsta sinn á Sjóaranum síkáta

Fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00 verður Götuhlaup Sjóarans síkáta 2015 haldið í fyrsta sinn. Hlaupalengd er 5 km. Lagt verður af stað við aðalinngang íþróttamiðstöðvarinnar. Tímataka með flögu. Tölvupóstur með upplýsingum um tíma er sendur til keppenda eftir hlaup og birtur á www.hlaup.is. Keppt verður í flokkum karla og kvenna, 18 ára og eldri og undir 18 ára.   

Verðlaun: Vetrarkort í Bláa Lónið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlaupaleiðin: Byrjað við nýja íþróttamiðstöð, hlaupið fram hjá Króki og í Hópshverfi, niður á bryggju og upp Víkurbraut.

Hlaupaleiðina má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Skráning fer fram á www.hlaup.is og þar eru nánari upplýsingar, sem og á Grindavik.is. Skráning er opin til kl. 22:00 miðvikudaginn 3. júní.

Grillveisla og ókeypis í sund eftir hlaupið. Einnig verður nýja líkamsræktarstöðin til sýnis.