Götuhlaup sjóarans síkáta í kvöld
Götuhlaup Sjóarans síkáta og Ullmax 2016 verður haldið í Grindavík í dag og hefst klukkan 18:00. Hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og vakti mikla lukku. Hægt verður að skrá sig á staðnum en forskráning fór fram á vefnum hlaup.is.
Eftir hlaupið verður grill og gleði og ókeypis í sund fyrir keppendur. Hlaupaleiðin er fimm kílómetrar og verður lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni. Þátttökugjald fyrir 18 ára og eldri er 1.500 krónur en ókeypis er fyrir 18 ára og yngri.