Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Götugrill, litaskrúðganga og bryggjuball í kvöld á Sjóaranum síkáta
Föstudagur 9. júní 2017 kl. 13:25

Götugrill, litaskrúðganga og bryggjuball í kvöld á Sjóaranum síkáta

Sólin heilsar Grindvíkingum á þessum fallega föstudegi á Sjóaranum síkáta. Litaskreytingar prýða orðið bæinn og mikil eftirvænting með bæjarbúa fyrir kvöldinu. segir á vef Grindavíkurbæjar. 
 
Föstudagurinn er stór dagur á Sjóaranum síkáta og sannkallaður hápunktur í hugum margra. Framundan er götugrill í hverfunum, litaskrúðganga og svo auðvitað bryggjuballið sem verður glæsilegt í ár líkt og undanfarin ár og gleðin við völd fram á nótt.
 
Meðal annars á dagskrá Sjóarans síkáta föstudaginn 9. júní:
 
18:00 Götugrill um allan bæ. Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar sínar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.
 
20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki seinna er 19:45. Gangan leggur af stað kl. 20:00.
 
Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna. 
 
Slysavarnarfélagið Þórkatla: Í sölugámum á hátíðarsvæði verður candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu. 
 
Leiktæki á hátíðarsvæðinu.
 
Dagskrá á hátíðarsviði á Bryggjuballi: 
 
Ingó Veðurguð með brekkusöng þar sem allir taka undir
Heimsmeistarinn í töfrabrögðum Shin Lim 
Trúbadorar úr hverju hverfi taka lagið
Grindvíkingar sameinast í söng - hæfileikafólk úr heimabyggð heldur uppi stuðinu
Hljómsveitin Veðurguðirnir heldur uppi stuðinu fram að miðnætti 
Kynnir er Margrét Pálsdóttir
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024