Gott í gogginn í Grindavík
Grindvíkingurinn Eyjólfur Vilbergsson hefur vakið athygli fyrir frábærar náttúrulífsljósmyndir sínar sem meðal annars hafa verið birtar á vef Víkurfrétta. Hann hefur gott lag á því að taka myndir af fuglum og á heimasíðu hans má finna myndir af fjölda fuglategunda sem koma hingað til lands í lengri eða skemmri tíma. Eyjólfur er í viðtali við Víkurfréttir í dag en hann náði þessari skemmtilegu mynd af súlu að fá sér gott í gogginn í Grindavíkurhöfn á dögunum.