Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Gott að vita“ kvöld hjá IceBike
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 10:12

„Gott að vita“ kvöld hjá IceBike

Fræðsla um viðhald, öryggisbúnað og fatnað.

Hjólasumarið byrjar með stæl hjá IceBike við Iðavelli 10 í Reykjanesbæ á morgun, en þar verður svokallað „Gott að vita“ kvöld þar sem farið verður almennt yfir umhirðu og það sem er gott að vita með viðhald á hjólum, öryggisbúnaði og fatnaði. Vel verður tekið á móti fólk frá kl. 20 - 22 og eru allir velkomnir. Heitt verður á könnunni. 

Icebike opnar kl. 13 frá og með 30. apríl og verða góð tilboð í tilefni dagsins. Þar fást m.a. mótorhjól,  fjórhjól, þríhjól og allur fatnaður fyrir slík sport. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópakstur verður síðan 1. maí og skoðunardagur 2. maí, en þá mun Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja, bjóða upp á skoðun á mótorhjólum, fjórhjólum, skellinöðrum og vespum, í samvinnu við Aðalskoðun Holtsgötu 52 í Njarðvík. Hann fer fram frá kl. 10:00 – 14:00 og mun fjöldi fyrirtækja kynna vörur sínar í sal bílasölu K. Steinarssonar. Arctic Trucks, Yamaha og Reykjavík Motor Center verða með reynsluakstur á BMW ferðahjólum, KTM hjól, og einng verða kynntar vörur frá Oxford sem Helgi B. Viðarsson er með.

Grillaðar pylsur verða í boði í hádeginu meðan birgðir endast.