Gott að eiga góða vini
-Guðmundur Elvar Orri Pálsson
Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég verð að vinna.“
Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég er alls ekki vanaföst manneskja yfir höfuð. Ég er rosalega hvatvís og finn mér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. En þjóðhátíð er alltaf efst á lista yfir Verslunarmannahelgina.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Verslunarmannahelgin árið 2015. Þá fór ég á fyrstu þjóðhátíðina með yndislega vinahópnum mínum. Hún stendur ofarlega í huga mér.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Að eiga góða vini sem veita þér góðan félagsskap.“
Hvað ertu búinn að vera að gera í sumar?
„Ég er búinn að vinna mikið í sumar en tók sumarfrí í tveimur pörtum. Fríinu eyddi ég á Kanaríeyjum, í Amsterdam og London, sem var yndislegt og mjög nauðsynlegt.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið er stefnan að setjast aftur á skólabekk.“